Rækjuréttur

Rækjuréttur

Rækjur, sætakartöflur og kál á einni pönnu!

Eldunartími 25 mínútur.

Innihaldsefni

  • 2 msk olífuolía
  • ½ bolli laukur skorinn í teninga
  • Paprikukrydd
  • 2 hvítlauksrif maukuð
  • 2 bollar sætar kartöflur, skornar í teninga
  • 2 bollar rækjur
  • 3 bollar spínat eða annað gott grænt skorið niður

Aðferð

  • Á stórri pönnu hitið olíuna á miðlungshita
  • Bætið þá lauknum útá og paprikukryddi og eldið þar til laukurinn er gylltur
  • Bætið þá við hvítlauk og hrærið aðeins saman
  • Bætið við sætumkartöflum og eldið þar til þær eru mjúkar, má bæta við svolitlu vatni allt að ¼ bolla til að hjálpa til við eldunina.
  • Bætið þá rækjunum út á og eldið í 2-3 mínútur eða þar til þær verða bleikar.
  • Lækkið í hitanum og bætið þá við kálinu, hrærið vel saman.
  • Saltið og piprið eftir smekk.

Fleiri uppskriftir