Helstu kostnaðarliðir fyrst um sinn er að setja upp vefsíðuna/smáforritið og að fá góðar uppskriftir til að setja á hana. Þegar vefsíðan er komin upp þarf að leggja í mikinn markaðssetningar kostnað, rekstrarkostnað vegna skrifstofu, halda áfram að bæta við uppskriftum og verður launakostnaður stór hluti af rekstrinum. Það má gera ráð fyrir því að launakostnaður komi til með að hækka ef vel gengur, því þá gæti þurft að bæta við starfsfólki.
Í fyrrnefndri könnun kom fram að flestir voru tilbúnir til að borga 990 kr. fyrir áskrift, sumir voru tilbúnir til að borga meira en aðrir minna. Út frá þessum gögnum var ákveðið að 990 kr. yrði byrjunarmánaðargjaldið fyrir áskrift. Við mat á stærð markaðarins var horft til Íslendinga á aldrinum 25-60 ára þar sem metið var að 25 ára væri einstaklingar væru flutt úr foreldrahúsum og farið að elda sjálft og ákveðið var að miða við 60 ára þar sem eldri einstaklingar eru minna tölvufærir en yngri. Það er engin íslensk síða sem bíður sambærilega vöru og því í raun engin samkeppni, þó vissulega megi segja að aðrar síður geti boðið upp á uppskriftir þá er það með öðrum hætti en hér. Eins og sjá má í viðauka 1 þá voru 382 eða 58,9% aðspurðra tilbúnir til að greiða fyrir sambærilega þjónustu en þar sem að ekki eru nægjanlega góð gögn varðandi hlutdeildina gerum við hóflegar áætlanir og gerum ráð fyrir að ná til 0,6% sem er 1/100 hluti af markhópnum fyrsta árið. Það mun síðan aukast um 50% á ári tvö, þriðja og fjórða árið mun aukningin verða minni en sem nemur 10% og fimmta árið er áætlað að aukningin verði 8%. Sjá viðauka 5 (Fjárhagsáætlun til 5 ára). Tekjurnar aukast hratt með aukinni markaðshlutdeild. Einnig er fyrirséð að með tímanum verði hægt að auka tekjur á síðunni með sölu á vörum sem tengjast matseldinni, samanber Blue Apron. Það er einnig eitthvað sem aðrar íslenskar uppskriftasíður bjóða ekki upp á. Þegar að horft er líftíma viðskiptavinar þá er gert ráð fyrir töluvert lengri en þau 3 ár eins og almenna reglan segir til um. Vefurinn mun koma til með að tvinnast inn í daglega rútínu hjá notendum og verða að sjálfsögðum hlut. Áður en haldið er af stað í matarinnkaupin er náð í uppskriftir vikunnar af vefsíðunni og lífið einfaldað til muna.
Eins og sjá má í viðauka 5 (Fjárhagsáætlun til 5 ára) þá er jákvætt fjárstreymi væntanlegt á ári 2 og er núllpunkturinn áætlaður á ári 3 (miðað við 12% ávöxtunarkröfu fjárfesta). Á ári 5 er fyrirtækið farið að skila inn rúmum 11 milljónum króna með rúmlega 2000 áskrifendur sem er rúmt 1% af markhópnum. Það er ljóst að það þarf fjármagn inn í fyrirtækið áður en tekjur fara að koma inn en áætlað er að kostnaður fyrsta árið sé um 20.000.000 kr. Því væri æskilegt að ná inn hæfilegu fjármagni í upphafi og eru nokkrar leiðir til þess. Fyrst má horfa á eigið fé þeirra sem stofna fyrirtækið. Aðrar vænlegar leiðir fyrir fyrirtækið til að sækja meira fjármagn væru bankalán, styrkir fyrir sprotafyriræki eða Karolinafund. Ef framangreindir þættir duga ekki til mætti leita til fjárfesta. En þá skiptir máli að fara vel undirbúinn inn í það ferli til að eignarhluturinn okkar haldist góður. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því fjármagni við þurfum og hvað við séum tilbúin til að láta af hendi til að ná í það fjármagn.
Til að taka verkefnið áfram þarf að ná saman réttu teymi af rekstrarstjóra, vefhönnuð/umsjónarmann og næringarfræðingi/kokki. Þá þarf að afla fjármagns. Þegar fjármagn er í höfn má afla uppskriftagrunnsins, byggja upp vefsíðuna og hefja markaðssetningu.