Varan & viðskiptalíkan

1      Viðskiptalíkan 

 1.1     Lykilsamstarfsaðilar

Þeir samstarfsaðilar sem skipta máli fyrir fyrirtækið eru t.d. kreditkortafyrirtæki þar sem leitað er eftir áskrifendum og viðskiptavinir þurfa að hafa kort tengt við síðuna. Auglýsingastofur, mögulegir samstarfsaðilar, áhrifavaldar tengdir matargeiranum, matarbloggarar skipta máli eru einnig mögulegir samstarfaðilar ásamt því að vilji er fyrir að skoða samstarf við þekkta kokka til að fá uppskriftir, sérstaklega í byrjun. 

1.2     Lykilstarfsemi

Mikilvægustu atriðin sem fyrirtækið þarf að gera svo að viðskiptalíkanið gangi upp er að útvega viðskiptavinum viðeigandi uppskriftir út frá þeim forsendum sem þeir gefa upp. Til að mynda stærð fjölskyldunnar einungis í að velja eggja-, hnetu-, og hveitiofnæmi eða mismunandi mataræði eins og keto, vegan, kolvetninslaust o.s.frv. Lykilatriðið er góður vefur sem les í hegðun viðskiptavinarins, þarfir og smekk og skilur hvað hann vill, jafnvel áður en hann veit það sjálfur.

1.3     Lykilauðlindir

Lykilauðlindirnar sem fyrirtækið þarf að búa yfir svo að starfsemin virki eins og skildi eru að sjálfsögðu starfsfólkið, má þá helst nefna næringarfræðing/kokk og vefforritara þá eru góðar og réttar uppskriftir ásamt góðum uppskriftavef lykilatriði. 

Þær auðlindir sem einnig væri fýsilegt að hafa þó þær flokkist ekki endilega sem lykilauðlindir eru viðeigandi myndir og/eða myndbönd af uppskriftum auk næringarinnihalds. Áhuginn á þessu er eitthvað sem ekki hefur verið kannaður.

1.4     Varan/virði

Vefsíðan snýst um að útvega viðskiptavinum sérsniðnar uppskriftir út frá þeirra sérþörfum. Ofnæmi, óþol, sérstakt mataræði eða hvaða (sér)þarfir sem það kunna að vera. Nú líka þeim sem hafa engar sérþarfir. Óskin er að minnka þann hausverk sem fylgir því að verða við fjölbreytileika heimilisins þegar kemur að matmálstíma. Með áskrift af uppskriftarvefnum fær viðskiptavinur skjótan aðgang að slíkum uppskriftum ásamt innkaupalista sem hann getur prentað út og keypt inn og eldað eftir. Viðskiptavinurinn fær tillögur að uppskriftum og þarf því ekki að vera að leita sér hugmynda sjálfur.