Samkeppnisgreining

 

Skoðaðir voru mögulegir samkeppnisaðilar á innlendum og erlendum markaði til að betur mætti greina hver aðgreining verkefnisins gæti verið. Mikill fjöldi er til af innlendum uppskriftavefsíðum, margar hverjar sem bjóða einungis upp á uppskriftir án viðbótarþjónustu. Verslanir bjóða upp á tilbúið hráefni sem er sent heim eða sótt í verslun og áskriftarvefir þar sem hráefni í einstaka uppskriftir er pakkað og það ásamt uppskriftum er sent eða sótt í verslun, t.d. eldum rétt og einn tveir og elda. 

Eftir ofangreinda greiningu var ljóst að möguleikar til aðgreiningar liggja helst á sviði matarsóunar og/eða sérþarfa. Möguleiki á að koma með lausn við matarsóun með því að nýta það sem er til á heimilinu eða að koma með sérsniðna lausn sem hentar sérþörfum heimilisins, út frá fjölskyldustærð, ofnæmi eða óþoli til dæmis.

Einnig kom fram í fyrstu greiningu að um 40% eiga í vandræðum með að vita hvað á að kaupa inn þ.e. vildu kaupa markvisst inn og þar með minnka sóun. Þessi lausn gæti leyst þann vanda og einfaldað viðskiptavininum lífið. Ásamt því getur orðið töluverður sparnaður við matarinnkaup til lengri tíma litið. 

Nokkrar erlendar vefsíður sem bjóða upp á uppskriftir, bæði ókeypis og í áskrift, voru skoðaðar. Nokkur dæmi:

  • www.blueapron.com
  • www.foodcombo.com
  • www.myfridgefood.com
  • www.myrecipes.com
  • www.hellofresh.com

Tilgangurinn var að skoða hvað væri boðið uppá erlendis og hvort við gætum klónað erlenda hugmynd. Food Combo vefsíðan er sú sem kemst næst verkefni hópsins, þó eru nokkrir annmarkar á henni sem henta ekki nægilega vel upphaflegu hugmyndinni, t.d. ekki hægt að leita undir einni tegund af kjöti, verður að velja „steikina“ sérstaklega. Á þessari síðu er gefinn sá möguleiki að setja inn 15 hráefni sem til eru í ísskápnum og leita að uppskriftum sem nýta það hráefni. 

Blue apron býður á uppskriftapakka á netinu í áskrift eða að kaupa staka viku. Hægt er að velja um þrennskonar pakka og fjölda máltíðar í hverjum pakka. Síðan selur einnig eldhúsáhöld sem eru kynnt með uppskriftunum og vín. Vínið er einnig hægt að fá í áskrift.

My Fridge Food er einfaldari en Food Combo vefsíðan og ekki eins aðlaðandi en hún gerir sitt gagn. Hægt er að velja eins mörg hráefni og maður vill af hráefnilista sem og hitaeininga innihald.

Myrecipes er flott vefsíða með uppskriftum. Ekki er hægt að leita af uppskriftum eftir öðru en prótíninnihaldi. Eru með fjölbreyttar uppskriftir til að nýta afganga. Getur valið hátíð eins og jól, Hanukkah, Super Bowl ofl.

Hellofresh er áskriftasíða með uppskriftum/matarpökkum svipað og eldum rétt. Getur valið hvort máltíðirnar eiga að vera fyrir tvo, þrjá eða fjóra, og hve oft í viku. Getur valið um grænmetisfæði eða kjöt, fjölskylduvænar eða hitaeiningasnauðar.

Eftir þessar athuganir varð hugmyndin að heimasíðunni betri, hvað eigi að bjóða upp á og hvernig.