Kjúklingafajitas

Kjúklingafajitas

Ferskt og hægt að aðlaga að öllum.

Eldunartími nokkrar mínútur.


Innihaldsefni

  • ½ bolli olífuolía
  • ¼ bolli sítrónusafi
  • 1 tsk olífuolía
  • 2 tsk kúmin
  • ½ tsk chillipipar
  • 500gr kjúklingabringur
  • skorinn laukur
  • Paprika
  • 6 egg ( eða jafn mörg egg og fajitas)
  • 2 Avacado
  • Lime safi
  • 1-2 hvítlauksrif
  • Smá salt og pipar

Aðferð

  • Blandið saman ½ bolla af olíu, sítrónusafa, kúmin og chillikryddi.
  • Saltið og piprið kjúklinginn og setjið svo í skál, hellið því sem var blandað sama í skrefi 1 yfir kjúklingin og leyfið að marinerast í ísskáp, helst í 30 mín.
  • Setjið í blender eða maukið, avacado, 1-2 hvítlauksrif, limesafa og smá salt.
  • Hitið smá olíu á pönnu til steikingar á miðlungshita. Setjið þá kjúklingin á pönnuna og eldið. Leyfið elduðum kjúklingnum að standa í sirka 10 mínútur og skerið svo í strimla.
  • Setjið papriku og lauk á pönnuna og mýkið upp bætið þá kjúklingnum útá pönnuna.
  • Pískið saman 1 egg, salt og pipar
  • Setjið olíu á miðlungsheita pönnu og hellið svo eggjablöndunni þar á. Hér þarf að vera þolinmóður og leyfa egginu að eldast áður en því er snúið við og eldað þeim megin líka. Þá ertu komin með pönnuköku til að setja kjúklinginn og grænmetið í og svo er avacadomaukinu smurt ofan á pönnukökuna.

Fleiri uppskriftir