Afgangs kalkúnn/kjúklingur Tex-Mex

Afgangs kalkúnn/kjúklingur Tex-Mex

Ferskt og gott með mexíkósk ívafi.

Eldunartími 40 mínútur.

Innihaldsefni

  • 2 bollar kalkúnn rifinn niður/kjúklingur
  • 1 Paprika skorin í bita
  • 1 bolli kirsuberjatómatar skornir í bita
  • 1 laukur skorin í bita
  • 2 hvítlauksrif maukuð
  • vorlauku skorin
  • 1 avakado skorið í bita
  • 1 ½ bolli salsa sósa
  • 1 kjúklingateningur
  • 4 msk vatn
  • 2 msk cillikrydd
  • 2 tsk paprikukrydd
  • 1 tsk kúmin
  • Salt og pipar

Aðferð

  • Hitið olíu á pönnu á miðlungshita
  • Bætið lauknum og hvítlauk á pönnuna og eldið þar til laukurinn mýkist.
  • Bætið paprikunni, tómötum og ½ af vorlauknum á pönnuna
  • Bætið við chillikryddi, paprikukryddi, kúmin, salti og pipar. Hrærið vel í 3-4 mínútur.
  • Bætið rifnum, elduðum kalkún út á, salsasósunni, kjúklingakrafti og 4 msk af vatni. Þegar byrjar að sjóða lækkið hitan og látið malla í 20-25 mínútur.
  • Berið fram með vorlauknum og avakado

Fleiri uppskriftir