Mangó kjúklingaréttur

Mangó kjúklingaréttur

Ljúffengur kjúklingaréttur sem er glútenlaus og án allra aukaefna.

Innihaldsefni:

  • Olía til steikingar
  • 1 stk laukur, bútaður niður
  • 3-4 stk kjúklingabringur, skornar í bita
  • 1 stk mango, skorið í teninga
  • 2 stk lime
  • ½ bolli rúsínur
  • 1 tsk kúmin
  • Salt og pipar
  • Handfylli af kóriander

Aðferð

  • Hitið olíuna á pönnu á meðal/háum hita
  • Bætið lauknum útá pönnuna og mýkjið.
  • Bætið kjúklingabitunum út á pönnuna og eldið í gegn
  • Því næst fer mango-ið út á pönnuna ásamt safa úr 2 lime, ½ bolla rúsínum og 1 tsk kúmin.
  • Saltið og piprið eftir smekk
  • Í lokin er fersku kóriander stráð yfir.

Gott með sætkartöflu frönskum t.d.

Fleiri uppskriftir