Karrý fiskur

Karrý fiskur

Ljúffengur fiskur

Eldunartími 30 mínútur

Innihaldsefni

  • 2 msk kókosolía
  • 1 laukur, skorinn þunnt
  • 3 hvítlauksrif, maukuð
  • 2 msk, engifer, maukað
  • 2 tsk karrý 
  • 1 tsk túrmerik
  • 10-15 söxuð basilblöð
  • 400 ml kókosmjólk
  • 2 meðalstórir tómatar skornir í bita
  • 1 tsk salt
  • 600 gr hvítur fiskur skorinn í bita
  • 20 g ferskt saxað kóriander
  • Safi úr hálfri límónu

Aðferð

  • Bræðið kókosolíu á pönnu á meðalhita
  • Setjið laukinn á pönnuna og steikið þar til hann fer að brúnast.
  • Bætið hvítlauk og engifer á pönnuna og hrærið saman við laukinn.
  • Bætið karrý, túrmeriki og basil við og eldið í nokkrar mínútur.
  • Bætið kókosmjólkinni við og hrærið öllu vel saman.
  • Bætið bútuðum tómötum við og látið malla í u.þ.b 5 mínútur.
  • Bætið fisknum við og smá salti á pönnuna
  • Hrærið saman í 6-8 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður.
  • Bætið þá kóríander og lime-safanum út á.

Gott með hrísgrónum/blómkálsgrjónum og jafnvel naan brauði

Fleiri uppskriftir