Grænmetiskássa

Grænmetiskássa

Ferskt og skemmtilega öðruvísi.

Eldunartími 40 mínútur.

 

Innihaldsefni

  • 1,5 msk kókosolía
  • 1 stórir laukar skornir í bita
  • 1 stór sæt kartafla skorin í bita
  • 2 stórar gulrætur skornar í bita
  • ½ -1 fræhreinsaður chilli og skorinn í bita
  • 1 sellerí skorið í bita
  • 2 hvítlauksrif maukuð
  • 2 Kjúklingateningur
  • 1 bolli vatn
  • 2 msk sítrónusafi
  • 1 kúrbíutur skorin í bita
  • salt og pipar
  • steinselja saxað

Aðferð

  • Hitið olíu á pönnu á miðlungshita.
  • Bætið við lauk, sætum kartöflum, gulrótum og selleríi
  • Hrærið reglulega í 3 mínútur.
  • Bætið þá við chilli, tómötum, hvítlauknum og hrærið öllu vel saman.
  • Bætið þá við kjúklingateningum og vatni ásamt sítrónusafa, setjið lok á og sjóðið að suðu.
  • Lækkið þá hitan og látið malla í 10 mínútur.
  • Bætið kúrbítnum við og smá pipar, hrærið vel í og látið malla í um 10 mínútur.
  • Í lokin er steinseljunni bæt við og svo borið fram.

Fleiri uppskriftir