Hnetu og kúrbítsnúðlur

Hnetu og kúrbítsnúðlur

Góður staðgengill fyrir hið klassíska spagettí. 

Eldunartími 20 mínútur.

Innihaldsefni

  • 4 Kúrbítar
  • 2 msk saxaður laukur
  • 1 msk olía
  • tsk sesamolía
  • 2-4 msk vatn
  • 3 msk möndlu/hnetusmjör
  • 3 msk kókosrjómi
  • 1 tsk apple cider vinegar
  • 2 tsk hreint sýróp
  • 1-2 tsk sriracha
  • saxað kóriander, ristaðar kasjúhnetur til að setja yfir í lokin.

Aðferð

  • Skerið,rífið kúrbítana í lengjur líkt og spaghetti.
  • Hitið á meðalhita olíuna og bætið svo lauknum við og mýkið.
  • Lækkið hitan medium-low og bætið afgangsefnum, öllu nema sesamolíu, á pönnuna
  • Hrærið í um 2 mínútur.
  • Takið af hitanum og bætið þá sesamolíu út á ásamt núðlunum, hrærið vel saman
  • Í lokin má setja saxað kóriander og ristaðar kasjuhnetur yfir áður en borið er fram.

 

Fleiri uppskriftir